235 Fasteignir | Meðbyr í fasteignakaupum
14869
home,page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-14869,qode-quick-links-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-title-hidden,side_area_uncovered_from_content,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-11.1,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.1.1,vc_responsive

235 Fasteignir kynna fjölskylduvænt hverfi á Ásbrú

235 Fasteignir eru með 32 íbúðir að Ásbrú í Reykjanesbæ til sölu á hagstæðu verði. Íbúðirnar eru einstaklega fjölskylduvænar – stórar og rúmgóðar – og henta sérstaklega þeim sem eru í leit að góðu íbúðaverði í fjölskylduvænu hverfi, þar sem stutt er í alla þjónustu og vinnu. Íbúðirnar eru frá 89 til 130 fermetrar að stærð.

89 - 130 m2

Athugið vel nýja lánamöguleika

Mesta vaxtasvæði landsins

Stutt í alla þjónustu

Skoða fasteignir

Fjölskylduvænar íbúðir í blómstrandi samfélagi

235 Fasteignir bjóða 32 íbúðir á Ásbrú til sölu á hagstæðum kjörum, sérstaklega hugsaðar fyrir fjölskyldufólk og fyrstu íbúðarkaupendur.

Hægt er að velja um íbúðir frá 89 til 130 fermetrum að stærð.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu, bæði að innan sem utan. Rýmið er rúmgott og renóverað í útliti með góðar geymslur og næg bílastæði.

Við leggjum okkur fram við að skapa líflegan fjölskyldubæ með því að selja einstaklingum og fjölskyldufólki íbúðirnar frekar en stórum fasteigna- eða leigufélögum.

Skoða fasteignir

Birgitta Ösp Atladóttir innanhússráðgjafi:

Allt önnur upplifun núna, minnir á háskólaþorp
Þegar ég var ung þá var þetta lokað svæði og ég hafði því ekki oft komið þangað inn en það var opnað almenningi eftir að herinn fór – og ég ég man í þau fáu skipti sem ég kom þangað þá var þetta allt annar heimur, mikið af fjölbýlishúsum og öll máluð í skrítnum litlausum lit. Í dag er þetta allt önnur upplifun, minnir einna helst á háskólaþorp. Það er mikið af fjölskyldufólki og gaman að sjá uppbygginguna þarna eins og Keili og þróunarsetrið Eldey. Það er frábært að sjá hversu mikil gróska er orðin á þessu svæði, hvað allt er orðið líflegra, húsin komin í skemmtilegri liti og iðar allt af lífi.

Frábærir möguleikar
Ásbrú hefur komið mér skemmtilega á óvart og man ég eftir einu skipti sérstaklega, þá fór ég á All tomorrow parties sem haldið var þar. Það var haldið í geggjaðri skemmu og ég man að ég hugsaði váá hvað þetta svæði hefur marga frábæra möguleika sem maður hreinlega gerir sér ekki grein fyrir.

Skoða fasteignir

Stærðirnar og fjölbreytileikinn gera íbúðirnar einstakar
Ég myndi segja að það sem einkennir húsnæðið á Ásbrú eru stærðirnar, þarna eru íbúðir með t.d. fjórum svefnherbergjum, í hjónaherberginu er auka baðherbergi og allt mjög rúmgott. Við hönnun þessara íbúða var hugsunin að gera fleiri en eina útfærslu svo fólk gæti auðveldlega fundið húsnæði að sínu skapi.

Scandic stíll
Þegar ég fékk þetta verkefni þá var mín sýn að vera með þetta í Scandic stíl þar sem einfaldleikinn fær að njóta sín en gera fólki kleift að geta bætt sínu persónulega við. Hjónaherbergin voru máluð í dökkbláum lit til að gera þau meira, djúsí. Gólfefnin eru ljós en innréttingarnar er hægt að fá í fleiri en tveimur útfærslum. Gluggatjöldin eru hvítar Voal, sem passar vel þarna inn því íbúðirnar eru svo bjartar. Stóru húsgögnin koma frá IKEA og valdi ég þau í meira og minna í sama stílnum. Ég hef svo leikið mér meira með húsgögnin frá Snúrunni og leyft þeim að vera aðalhlutverkið. Það eru þeirra fallegu hlutir sem setja punktinn yfir i-ið.

Skoða fasteignir

Þjónusta á Ásbrú

Stutt í alla þjónustu

Nýr, lífandi og öflugur þjónustukjarni hefur byggst upp hratt á Ásbrú með Keili miðstöð fræða og vísinda sem einstakt aðdráttarafl. Þar er iðandi og gefandi mannlíf með miklum fjölda nemenda og háskólamenntaðra kennara enda hefur hlutfall háskólamenntaðra íbúa meira en tvöfaldast frá árinu 2007.

Fjöldi fyrirtækja hefur stökkið á tækifærið, þar á meðal vinsælasta líkamsræktarstöð svæðisins, einn vinsælasti veitingastaðurinn og frumkvöðlafyrirtæki í öllum regnbogans litum.

Skoða fasteignir

Fitjar – vaxandi þjónusturisi skammt frá

Í göngufæri er hægt að fá alla helstu þjónustu í mjög öflugum verslunarkjarna að Fitjum. Þar má finna matvöruverslanir, Bónus, Hagkaup og Krónuna, apótek, bensínstöð, Húsasmiðjuna, 10-11, veitingastaði og margt fleira. Á hátíðarstundum myndast þar lifandi markaðir eins og jólamarkaðurinn þar sem listamenn, hönnuðir og handverksmenn selja vöru sína beint til viðskiptavina.

Að auki er fyrirhugað að reisa 5.500 fermetra verslunarmiðstöð við Rósaselstorg, síðasta hringtorgið áður en komið er að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar ætlar Nettó að reka verslun auk þess sem gert er ráð fyrir 1.000 fermetra veitingahluta.

Skoða fasteignir

Dæmi um íbúðir

(íbúðir á mynd eru ekki allar komnar á sölu)

Fjölskylduvænt hverfi á Ásbrú

Leikskólar á Ásbrú

Nú þegar eru tveir leikskólar reknir að Ásbrú í samstarfi við Reykjanesbæ. Annars vegar heilsuleikskólinn Háaleiti sem starfar eftir hugmyndafræði Heilsustefnunnar um heilsueflingu (með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik) og hins vegar leikskólinn Völlur sem rekinn er af og í anda hinnar landsþekktu Hjallastefnu. Uppbygging á Ásbrú hefur verið svo mikil að nú þegar eru áætlanir um að bæta þar við nýjum leikskóla til að tryggja öfluga þjónustu við fjölskyldur.

Skoða fasteignir

Grunnskóli að Ásbrú

Grunnskólar í Reykjanesbæ eru með þeim allra fremstu á landinu og hafa toppað alla skóla á PISA-prófunum undanfarin ár. Háaleitisskóli á Ásbrú er vel búinn tækjum og aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk er góð. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun skólans og eru nú um 184 nemendur í 1. – 8. bekk.

Öflug þjónusta er í skólanum við nemendur með náms- og hegðunarörðuleika eða atferlistruflanir.  Sérstök námsvið og deildir; Álfheimar, Jötunheimar og Goðheimar hafa verið stofnuð um þjónustuna og segja nöfnin allt um ákveðni skólans í að styðja þessa nemendur, til hagsbótar fyrir alla.

Nemendur sem eru í 9.-10. bekk sækja hins vegar nám, aðeins út fyrir Ásbrú, í Heiðarskóla.

Skoða fasteignir

Framtíðin er á Ásbrú

Mikill vöxtur – björt framtíð

Það er óhætt að segja að framtíðin á Ásbrú sé björt. Suðurnesin hafa verið mesta vaxtasvæði landsins síðustu ár – hvort sem litið er til mannfjölda eða atvinnutækifæra. Spáð er 4500 nýjum störfum á næstu árum, bara í kringum flugvöllinn einan. Íbúar á Suðurnesjum eru nú um 22.600 en munu fjölga um 55% og verða 34.800 talsins árið 2030 gangi spá Framtíðarseturs Íslands um búsetuþróun eftir.

Eftirspurn eftir íbúðum er nú mun meiri en framboð. Rannsóknir sýna að byggja þarf hátt í 400 íbúðir á ári næstu þrettán ár til að mæta fólksfjölguninni á svæðinu en íbúðaverð er samt enn undir byggingarkostnaði – sem gefur ágæta hugmynd um kauptækifærin.

Atvinnutækifærin eru óþrjótandi með mörg af stærstu fyrirtækjum landsins starfrækt á Suðurnesjum, eins og Bláa Lónið, Isavia, HS Orku, HS Veitur, Samkaup/Nettó og mörg af stærstu ferðaþjónustu- og sjávarútvegsfyrirtækjum landsins – auk langstærsta vaxtabrodds landsins: Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Skoða fasteignir